Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rafrænt bingó í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 26. nóvember 2020 kl. 12:03

Rafrænt bingó í Reykjanesbæ

Partý Bingó Fjörheima í Reykjanesbæ verður haldið laugardaginn 28. nóvember. Félagsmiðstöðin ætlar að standa undir nafni og halda uppi fjöri og skemmtun fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Viðburðinum verður streymt á Youtube og byrjar bingóið klukkan 19:00.

Bingóstjórar verða starfsmenn Fjörheima, þau Thelma Hrund og Ólafur Bergur. Fjörheimar hafa lagt mikið upp úr því að halda uppi rafrænni félagsmiðstöð vegna hertra aðgerða í kjölfar vágestsins Covid-19. Þá hefur félagsmiðstöðin boðið upp á listakennslu, hjólabrettakennslu, baksturshorn og ýmsa leiki í gegnum netið. Einnig héldu Fjörheimar bingó fyrir ungmenni bæjarins þann 12. nóvember síðastliðinn og gekk það vonum framar, segir í frétt frá Fjörheimum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024