Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rafmögnuð kynning í Stapa
Þriðjudagur 27. mars 2012 kl. 16:12

Rafmögnuð kynning í Stapa



Námskynning fyrir alla Suðurnesjamenn stendur yfir í Stapanum í dag. Þar koma saman framhaldsskólar, háskólar og símenntunarmiðstöðvar og kynna námsframboð sitt fyrir Suðurnesjamönnum. Það allra vinsælasta hjá þeim sem lögðu leið sína í Stapann fyrr í dag var svokallaður Van der Graaf rafall. Rafallinn sem er smíðaður af starfsfólki og nemendum í tæknifræðinámi Keilis framleiðir 300.000 volta rafhleðslu og býr til sterkt rafsvið umhverfis stálkúlu sem búin er til úr tveimur IKEA salatskálum. Fjölmargt er annars í boði fyrir alla en kynningin stendur til 17:00 í dag.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024