Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Rafmögnuð keppni í Reykjanesbæ
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 14:55

Rafmögnuð keppni í Reykjanesbæ

Lið RARIK fór með sigur af hólmi í Fagkeppni Samorku, sem haldin var í Reykjanesbæ á dögunum samhliða Fagþingi rafmagns. Alls kepptu níu lið um titilinn.

Keppnin fór fram á framkvæmda- og tæknidegi fagþingsins sem er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. Keppt var í ýmsum rafmagnstengdum greinum eins og samsetningu á heimlagnarkapli, uppsetningu á búnaði í götuskáp, mælaskiptum og fleira auk skemmtigreinarinnar stígvélakasti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls tóku níu lið þátt frá Norðurorku, HS Veitum, Veitum, RARIK, Landsneti og Orkubúi Vestfjarða. Að mati fagdómnefndar náði lið RARIK bestum samanlögðum árangri og hlaut því titilinn Fagmeistari Samorku 2019.

Fólk með iðn- og tæknimenntun er mikilvægt fyrir orku- og veitugeirann og þörf á að fjölga þeim sem velja sér slíka menntun til framtíðar. Framkvæmda- og tæknidagurinn á Fagþingum Samorku, auk Fagkeppninnar, er liður í því að vekja athygli á þeim fjölbreyttu og spennandi störfum sem bjóðast innan geirans og henta öllum kynjum.

Lið Selfossveitna fór með sigur af hólmi á Fagkeppni hita-, vatns- og fráveitna, sem haldin var í Hveragerði 2018.

Lið RARIK fór með sigur af hólmi í Fagkeppni Samorku, sem haldin var í Reykjanesbæ á dögunum.