Ræktar ánamaðka í milljónatali
Í Vogum á Vatnsleysuströnd ræktar fólk ýmislegt fleira en krækling en eins og við greindum frá fyrir nokkru hafa tilraunir með þá ræktun gefið góð fyrirheit.
Fyrir tveimur árum týndi Guðmundur Sigurðsson 175 ánamaðka í því skyni að hefja ræktun á þeim. Í dag eru maðkarnir orðnir fimm milljónir og framleiða þann besta áburð sem völ er á. Guðmundur fór til Englands og lærði ræktunarfræðin en þar í landi lifir mikill fjöldi bænda á þessari ræktun eingöngu enda mikil eftirspurn eftir áburðinum. Ormarnir eru einnig settir í skrúðgarða, gróðurhús, tún og golvelli til að bæta jarðveginn og þar með gróðurinn.
Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.