Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ræðukeppni grunnskólanna í Akurskóla í kvöld
Miðvikudagur 3. mars 2010 kl. 17:33

Ræðukeppni grunnskólanna í Akurskóla í kvöld




Fyrsta viðureign í Ræðukeppni grunnskóla Reykjanesbæjar og Fjörheima verður haldin í kvöld. Ræðukeppnin er með svipuðu sniði og MORFÍs, sem hefur aflað sér mikilla vinsælda meðal nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, eftir að FS-liðið fór í úrslit í fyrra.



Það eru þeir Sigfús Árnason og Davíð Már Gunnarsson sem standa fyrir keppninni, en hún er bæði uppbyggjandi fyrir skólana og einstaklingana sjálfa. Keppnin á sér fordæmi á höfuðborgarsvæðinu og hafa margir ræðuskörungar í MORFÍs notið góðs af þátttöku á grunnskólaárum, þar sem þeir eru betur í stakk búnir fyrir framhaldsskólaárin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Akurskóli og Njarðvíkurskóli eigast við í fyrstu viðureigninni, en hún fer fram kl. 20 í sal Akurskóla. Sigurliðið mætir Holtaskóla í 4 liða úrslitum, en hin viðureignin er á milli Myllubakkaskóla og Heiðarskóla. Umræðuefni kvöldsins er ,,Á að afnema skólaskyldu við 14 ára aldur?" Njarðvíkurskóli mælir á móti - Akurskóli með.



Allir eru hvattir til að leggja leið sína í Akurskóla í kvöld til að berja ræðuliðin augum.