Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ræddu flugslys í sagnastund
Frá sagnastundinni á Garðskaga. VF/Hilmar Bragi
Laugardagur 28. október 2023 kl. 06:05

Ræddu flugslys í sagnastund

Þorsteinn Marteinsson var gestur sagnastundar á Garðskaga síðasta laugardag. Þorsteinn hefur ásamt Ólafi bróður sínum safnað saman ómetanlegum heimildum um 160 flugslys og flugóhöpp sem urðu á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni. Efninu hafa þeir safnað á vefsvæðið stridsminjar.is.

Fjölmörg flugóhöpp urðu á Reykjanesskaganum og sum þeirra mannskæð. Eitt „frægasta“ flugslysið varð í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943 þegar bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið „Hot Stuff“ fórst í fjallinu. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Þorsteinn sagði frá þessu slysi og minnisvarða sem reistur var og afhjúpaður fyrir fimm árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá upptöku frá sagnastundinni og virða fyrir sér myndir.

Þorsteinn Marteinsson.

Æskufélagarnir Hörður Gíslason og Bárður Bragason úr Garðinum standa fyrir sagnastundum einu sinni í mánuði.