Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ræða jákvæða líkamsmynd og öfluga sjálfsmynd
Sigrún Daníelsdóttir, höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk, líkamsvirðing fyrir börn var að ljúka erindi sínu um líkamsmynd og líkamsvirðing.
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 kl. 10:24

Ræða jákvæða líkamsmynd og öfluga sjálfsmynd

- á ráðstefnunni LíkamsFRELSI í Hljómahöll

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja standa í dag fyrir ráðstefnu í Hljómahöll um jákvæða líkamsmynd. Ráðstefnan er opin öllum en á sérstakt erindi til fagfólks á öllum skólastigum, svo sem kennara, skólastjórnendur, námsráðgjafa, sálfræðinga, félagsráðgjafa, tómstundafulltrúa, þjálfara og annarra sem koma að uppeldi og vellíðan barna og unglinga.

Góð mæting er á ráðstefnuna og er Stapi þéttsetinn af ráðstefnugestum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

MSS tekur þátt í Grundtvig verkefninu Negative um áhrif neikvæðrar líkamsmyndar á andlega líðan ungs fólks, sjálfsmynd og velgengni í lífinu. Rannsóknir sýna tengsl á milli neikvæðrar líkamsmyndar og erfiðleika af sálfræðilegum toga sem síðan hefur áhrif á nám og námsframvindu. Markmið Negative eru að tengja saman rannsakendur og fagaðila sem vinna með ungu fólki og efla þannig þekkinguna varðandi þá áhættuþætti sem tengjast neikvæðri líkamsmynd. 

Afleiðingar neikvæðrar líkamsmyndar geta verið mjög alvarlegar og er þörf á vitundarvakningu í samfélaginu til þess að sporna við þeirri þróun. Neysla og sjálfskaðandi hegðun, þunglyndi og aðrir andlegir erfiðleikar eru allt þættir sem má tengja við neikvæða líkamsmynd. Rannsóknir hafa sýnt að vandinn eykst mikið snemma á unglingsárunum og því mikilvægt að bregðast við á öllum skólastigum. 

Ráðstefnan hófst á opnunaratriði frá BRYN ballett akademíunni en síðan fluttu þau Særún Rósa Ástþórsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Skúli Skúlason, formaður stjórnar Kaupfélags Suðurnesja stutt erindi sem leiddu inn í ráðstefnuna

Sigrún Daníelsdóttir, höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk, líkamsvirðing fyrir börn var að ljúka erindi sínu um líkamsmynd og líkamsvirðing.

Næstur á svið er Martin Persson, sem er sálfræðingur og rannsakandi við University of the West of England.

Þá koma Hermann Jónsson og Selma Hermannsdóttir á svið og ræð Samfélagsmiðla og jákvæð líkamsmynd.