Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ráðstefna um meðfædda ónæmisgalla
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 13:51

Ráðstefna um meðfædda ónæmisgalla

Samnorrænt mót norðurlandafélga um meðfædda ónæmisgalla verður haldið verður í Reykjanesbæ 23.-25. maí n.k. Um er að ræða þriggja daga ráðstefnu með fyrirlesurum frá öllum norðurlöndunum og sérfræðingum.

Von er á u.þ.b. 100 manns ásamt fyrirlesurum og íslensku heilbrigðisstarfsfólki sem annast ónæmisgallasjúklinga á Íslandi. Mótið verður bæði fræðilegt og félagsleg og er hugsað sem tækifæri fyrir félagsmenn, aðstandendur, lækna og hjúkrunarfólk til að hlusta á erindi sérfræðinga og hitta fólk í sömu stöðu, deila reynslu og koma á tengslum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lind - félag um meðfædda ónæmisgalla var stofnað 11. maí 2002 af einstaklingum með meðfædda ónæmisgalla, aðstandendum þeirra og áhugafólki. Markmið félagsins eru meðal annars að stuðla að öflugum forvörnum, greiningu og meðferð meðfæddra ónæmisgalla og annast fræðslu á meðfæddum ónæmisgöllum og málefnum þeim tengdum. Flestir ónæmisgallar eiga það sammerkt að hætta á sýkingum er töluvert hærri en gengur og gerist og saklaus kvefpest getur leitt til alvarlegri vandamála eins og t.d. lungnabólgu. Mikilvægt er fá greiningu eins fljótt og unnt er og hefja í kjölfarið viðeigandi meðferð til að minnka líkurnar á varanlegum líffæraskemmdum.

Sjá dagskrá hér.