Queen messa í Keflavíkurkirkju
-Jón Jósep ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju flytja Queen lög í nýjum búningi
Keflavíkurkirkja mun bjóða upp á Queen messu sunnudaginn 14. maí en þar verða flutt lög þessarar dáðu hljómsveitar við íslenskan texta og hugleiðingu sem byggir á efni fjallræðunnar.
Það er hinn þekkti söngvari Jón Jósep Snæbjörnsson sem tekur að sér hlutverk Freddie og syngur við undirleik hljómsveitar ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson sem áður hefur staðið fyrir óvenjulegum uppákomum í kirkjunni eins og U2 messu og Jesus Christ Superstar.
Miðaverð er einungis kr. 1.500 og eru miðar seldir í forsölu í Keflavíkurkirkju og hjá kórfélögum. Queen messan verður flutt tvisvar sinnum yfir daginn, kl. 17 og 20.
Hér má sjá Jón Jósep á æfingu með kórnum á dögunum en gestir munu heyra mörg þekkt lög Queen eins og Radio GaGa, Who wants to live forever, The show must go on og I want it all svo einhver séu nefnd.