Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pylsa og prumpublaðra sungu fyrir nammi
Vinir pylsustráksins áttu létt með að halda á honum. Sögðu hann vera þrjú grömm.
Miðvikudagur 5. mars 2014 kl. 13:31

Pylsa og prumpublaðra sungu fyrir nammi

- Öskudagurinn er dagur barnanna og dregur fram barnið í fullorðnum.

Fjölmargir hressir og skemmtilegir krakkar litu við hjá Víkurfréttum í dag, öskudag. Eins og venja er tóku þeir lagið og fengu sætindi að launum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fjölbreytileikinn allsráðandi í búningavali og sungu börnin allt frá Gamla Nóa til þekktra Eurovison-slagara. 

Einhver hetja eða víkingur gleymdi öxinni sinni hjá okkur látum við mynd af henni fljóta með. Eigandinn getur nálgast öxina á skrifstofu okkar við Krossmóa.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF/Myndir Olga Björt