Puttalingarnir: Heimsreisufararnir aðskildir
Ævintýrin virðast leita heimsreisufarana Skúla og Rúnar Berg uppi.
Allavega er sá síðarnefndi núna fastur í Madrid á meðan Skúli heilsar upp á Kastró.
Heilt atlandshaf skilur nú heimsreisufarana frá Grindavík að. Á meðan Skúli er á ferðinni með nýju vinunum sem hann kynntist á Kúpu, situr Rúnar Berg eftir og biður til Guðs um að redda sér flugmiða til Kúpu í Basilica San Francisco el Grande risavöxnu kirkjunni í Madrid.
Ástæðan fyrir þessu misræmi er lítill misskiningur varðandi vegabréfsáritun sem átti að vera búin að berast fyrir flugið til Madrid en gerði það ekki. Slíkt ætti nú samt að vera hægt að redda með því að færa flugið aðeins til á meðan gengið væri frá vegabréfsárituninni. En það var ekki unnt sökum misræmis milli þeirra flugfélaga sem áttu í hlut.
Aðspurður sagði Rúnar Berg að þetta væri allt dæmigerður skrifstofublókarháttur og jafnvel eftir að hafa eitt yfir 5000 krónum í utanlandssímtöl til 5-6 landa bæði frá Marakkó og Spáni benda allir hvor á annan til þess eins að varpa vandamálinu annað í stað þess að leysa það bara þá og þegar.
Annar kostur var ekki í stöðunni fyrir Skúla en að nýta flugið og fara til Kúbu og til að bæta gráu ofan á svart vildi svo óheppilega til að hann fór með bæði flugmiðabúntin með sér, skiljandi Rúnar eftir í Madrid, eins og forlögin vildu, með enga flugmiða.
Rúnar er nú að leita leiða til að komast yfir til Karapíuhafið „sama hvort það sé til Mexíkó, Kúpu eða Texas“ á meðan Skúli rabbar hinn rólegasti við Kastró hinum megin Atlandshafsins.
Allavega er sá síðarnefndi núna fastur í Madrid á meðan Skúli heilsar upp á Kastró.
Heilt atlandshaf skilur nú heimsreisufarana frá Grindavík að. Á meðan Skúli er á ferðinni með nýju vinunum sem hann kynntist á Kúpu, situr Rúnar Berg eftir og biður til Guðs um að redda sér flugmiða til Kúpu í Basilica San Francisco el Grande risavöxnu kirkjunni í Madrid.
Ástæðan fyrir þessu misræmi er lítill misskiningur varðandi vegabréfsáritun sem átti að vera búin að berast fyrir flugið til Madrid en gerði það ekki. Slíkt ætti nú samt að vera hægt að redda með því að færa flugið aðeins til á meðan gengið væri frá vegabréfsárituninni. En það var ekki unnt sökum misræmis milli þeirra flugfélaga sem áttu í hlut.
Aðspurður sagði Rúnar Berg að þetta væri allt dæmigerður skrifstofublókarháttur og jafnvel eftir að hafa eitt yfir 5000 krónum í utanlandssímtöl til 5-6 landa bæði frá Marakkó og Spáni benda allir hvor á annan til þess eins að varpa vandamálinu annað í stað þess að leysa það bara þá og þegar.
Annar kostur var ekki í stöðunni fyrir Skúla en að nýta flugið og fara til Kúbu og til að bæta gráu ofan á svart vildi svo óheppilega til að hann fór með bæði flugmiðabúntin með sér, skiljandi Rúnar eftir í Madrid, eins og forlögin vildu, með enga flugmiða.
Rúnar er nú að leita leiða til að komast yfir til Karapíuhafið „sama hvort það sé til Mexíkó, Kúpu eða Texas“ á meðan Skúli rabbar hinn rólegasti við Kastró hinum megin Atlandshafsins.