Pulsur og pollagallar
Leikskólinn Gimli í Njarðvík hélt sumarhátíð sína í gær með hoppiköstulum, pulsum og tilheyrandi. Foreldrafélagið var eflaust sammála Bogomil Font sem syngur um veðurfræðingana sem ljúga því samkvæmt veðurspánni átti að vera fínasta veður í gær og því var hátíðinni flýtt um einn dag. En krakkarnir létu það lítið á sig fá og virtust skemmta sér vel. Þau vissu vel að á Íslandi þýðir lítið að kvarta heldur klæðir maður sig eftir veðri og því voru pollagallarnir sóttir og hátíðinni haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ljósmyndari Víkurfrétta var á svæðinu og náði myndum af stemmningunni og má þær finna í Ljósmyndasafninu.
Vf-mynd / Magnús.
Vf-mynd / Magnús.