Púlsinn ræðunámskeið: Út úr skelinni núna!
Hvernig líður þér þegar þú þarft að standa upp og tala? Sumir fá aukinn hjartslátt, aðrir svitna í lófum og sjá allt svart. Enn aðrir voru búnir að ákveða allt sem þeir ætluðu að tala um en sögðu svo eitthvað allt annað því þeir frusu og gleymdu öllu sem þeir ætluðu upphaflega að segja. Stór hópur fólks þorir hreinlega ekki að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti. Það fara mörg tækifæri í súginn þegar feimni dregur kjark úr fólki.
Ef svona er ástatt fyrir þér er þá ekki tími til kominn að þjálfast betur í framkomu og ræðumennsku? Út úr skelinni er létt ræðumennskunámskeið fyrir fullorðna, sem Púlsinn og Miðstöð símenntunar sameinast um að bjóða upp á.
Námskeiðin hafa hlotið mikið lof þátttakenda, sem koma úr öllum stigum samfélagsins. Má þar nefna hinn almenna borgara, fólk sem vill auka sjálfsöryggi og eflast í þeirri færni að standa upp og tala.
Bæjarfulltrúar eru einnig á meðal þeirra sem sótt hafa ræðunámskeiðin, framkvæmdastjórar, yfirmenn, kennarar, formenn félaga og klúbba, fólk sem hefur saknað þess að þjálfast sérstaklega í ræðufærni.
Draumur margra er að geta staðið upp þegar þeim hentar og sagt eitthvað á afslappaðan hátt en Marta Eiríksdóttir leiðbeinir fólki á þessu skemmtilega námskeiði með uppbyggilegum æfingum sem koma þátttakendum á öruggt spor í munnlegri tjáningu. Námskeið hefst mánudaginn 6. október og er skráning þegar hafin á pulsinn.is og í síma 848 5366. Tryggðu þér pláss en það er takmarkaður þátttakendafjöldi skráður inn svo allir njóti sín sem allra best.
Ekki fresta þeirri ákvörðun að vera með, gerðu þetta núna og þú sérð ekki eftir því!