Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ: Námskeið í upplestri og framsögn
Mánudagur 3. október 2005 kl. 10:05

Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ: Námskeið í upplestri og framsögn

Viltu læra að lesa upphátt ljóð og texta á fallegan hátt? Næstkomandi mánudagskvöld 10. október hefst námskeið í framsögn og upplestri með Sigurði Skúlasyni leikara frá Þjóðleikhúsinu.

Sigurður hefur farið víða með þetta vinsæla námskeið og hvarvetna hlotið lof þátttakenda. Hann kennir þér að lesa upphátt með réttum áherslum og þjálfar þig einnig í að tala frammi fyrir hóp af fólki.

Kennt verður þrjú mánudagskvöld og hefst kennslan klukkan 19:30.

Skráning í Púlsinum í síma 848 5366.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024