Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ: Grænmetisnámskeið með Sollu
Nú þegar úrval af íslensku grænmeti er í hámarki, þá fer Solla kennd við Grænan kost af stað með sitt vinsæla námskeið í Sandgerðisbæ næstkomandi sunnudag 18.september.Ef þú vilt fá innblástur í eigin eldamennsku, gera hana hollari þá er Solla frábær kennari fyrir þig. Þetta námskeið hefur hjálpað fólki virkilega að lífga upp á matarræðið og bæta það. Við sem borðum kjöt, kjúkling og fisk fáum hér hugmyndir að alls konar hollum hliðardiskum sem gera matinn meira spennandi. Þeir sem vilja læra meira um grænmetisfæðu hitta hér algjöran sérfræðing í þannig matreiðslu. Solla útbýr máltíð á námskeiðinu handa þátttakendum sem þeir snæða í lokin. Á meðan Solla útbýr matinn þá fræðir hún þig og gefur þér ótalmargar hugmyndir til að koma þér af stað þegar heim er komið. Námskeið þetta er unnið í samvinnu við heilsudeild Samkaupa en þar er úrvalið mjög gott, einnig í glútenlausum matvörum. Solla mun einmitt kenna þér að velja og kaupa heilsuvörur, hún fjallar td. um skaðleg efni í kryddi eins og MSG. Skráning er hafin í síma 848 5366.