Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 15. janúar 2003 kl. 17:24

Pulsa og kók fyrir sjúklinginn?

Við fréttamenn erum þannig gerðir að ef við sjáum sjúkrabíl á ferðinni sperrum við eyru og bíllinn fær alla okkar athygli. Það vakti því athygli okkar manna í dag þegar sjúkrabíll úr henni Reykjavík gerði sér ferð í sölulúgu í Reykjanesbæ í dag. Hvort erindið var að kaupa pulsu og kók fyrir sjúklinginn, skal ósagt látið. Á Suðurnesjum hefur hins vegar verið mikið annríki hjá sjúkraflugningsmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Eyþórssyni hjá Brunavörnum Suðurnesja.Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri B.S. segir að mikið annríki hafi verið hjá B.S. fyrstu daga ársins 2003. Heildarfjöldi útkalla fyrstu 14 daga ársins var kominn í 65, þar af voru 4 brunaútköll—tveir staðfestir eldar og tvö útköll þar sem ekki var eldur.

Brunaútköllin voru minniháttar og engin þeirra alvarleg. Fjöldi útkalla vegna sjúkraflutninga er í hærri kantinum eða samtals 61 og var tæpur helmingur þeirra um síðustu helgi, eða 28 útköll frá föstudegi til mánudag — eða 9 útköll á sólarhring. Ekki er um að ræða sérstaklega alvarleg slys heldur má rekja ástæðu flutninga til veikinda. Flest tilfellin eru flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur og því er fjöldi flutninga mjög tímafrekur og mannfrekur.

Mikið var um samtíma sjúkraflutninga þ.e. þegar tveir sjúkrabílar voru samtíma í útkalli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024