Próflokaball Keilis í Top of the Rock
Það verður sannkölluð próflokastemmning á TOP OF THE ROCK laugardaginn 9. maí þegar 2 af stærri hljómsveitum landsins stíga á stokk sama kvöldið á hinum fornfræga stað. Það eru Á móti sól og Buff.
Langt er síðan að önnur eins flugeldasýning hljómsveita hefur heimsótt Varnarsvæðið. Ekki er loku fyrirr það skotið að einhverjir gestir skjóti upp kollinum og leyfum við ykkur að fylgjast með um leið og fréttir berast... en takið þennan dag frá því þá er stórskotaliðsdjamm á TOP OF THE ROCK.
Af þessu má ráða að fjörið verður á heimsmælikvarða. Hljómsveitirnar hafa nú þegar skotið á fundi til að ráða ráðum sínum með hvernig skuli raða kvöldinu upp og er niðurstöðu að vænta mjög fljótlega.
Nemendur í Keili bjóða öllum að koma og TRYLLAST Í BRJÁLAÐRI STEMMINGU ÞETTA KVÖLD!
Miðasala er hafin á N1 stöðinni á Ásbrú. Miðaverð er einungis 2.000 kr, segir í tilkynningu.