Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 16:13
Prjónakonur hittast í Virkjun í kvöld
Þær hafa ýmislegt á prjónunum konurnar sem ætla að hittast í Virkjun að Ásbrú í Reykjanesbæ í kvöld kl. 20:00. Þá verður haldið fyrsta prjónakaffi ársins og allar áhugasamar konur (og karlar) eru hvattar til að mæta með prjónana og taka þátt í skemmtilegum hannyrðum í góðum félagsskap.