Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Prjónakonan Regína 100 ára
Föstudagur 7. september 2018 kl. 06:00

Prjónakonan Regína 100 ára

Regína Guðmundsdóttir varð 100 ára miðvikudaginn 29. ágúst sl. Hún hélt upp afmælið með börnunum sínum þremur og afkomendum á afmælisdaginn í Innri Njarðvík. Þar bjó hún lengst af með fjölskyldu sinni. Eigimaður hennar var Pétur R. Kárason en hann lést fyrir 22 árum síðan.

Í dag býr Regína á Nesvöllum í Reykjanesbæ og er við góða heilsu en heyrnin er ekki góð. Regína er áhugasöm um prjónaskap, hefur alla tíð verið afkastamikil í þeim málum og prjónar enn tátiljur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi í afmælisveislunni en Regína stillti sér upp með börnum sínum og afkomendum.