Prestur söng vinsælt lag til fermingarbarna
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson fer ótroðnar slóðir.
Fermingarathafnir í kirkjum landsins eru víðast hvar mjög hefðbundnar með sálmasöng, altarisgöngu og slíku. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálakirkju í Garði, brá út af vananum og söng vinsælt lag, Hallelujah, til fermingabarna í vor. Guðmundur Magnússon hjá Steinboganum kvikmyndagerð útbjó fallegt myndband úr athöfninni sem nýkomið er á Youtube. Það má sjá hér fyrir neðan:


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				