Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Prestastígur genginn 12. ágúst
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 14:04

Prestastígur genginn 12. ágúst

Boðið verður upp á gönguferð þann 12. ágúst um Prestastíg,  sem er gömul  þjóðleið  milli Húsatótta við Grindavík og Kalmannstjarnar í Höfnum. Leiðin er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Prestastígur var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi. Grindvíkingar lögðu einnig leið sína um Prestastíg til að sækja verslun til Básenda.

Leiðin er 16 km löng, ekki mjög erfið en löng ganga.  Nauðsynlegt að vera vel búin og hafa tvöfalt nesti. Rúta sækir ferðalanga frá Keflavíkurkirkju kl. 10.30, Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 10.35 og Njarðvíkurkirkju kl. 10.45. Gönguferðin tekur 5-6 klst og lýkur með guðsþjónustu í Kirkjuvogskirkju Höfnum.

Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir. Prestar eru Baldur Rafn Sigurðsson og Skúli S. Ólafsson

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024