Poppminjasýning á bókasafninu
Þann 24. október verður í hliðarsal bókasafns Reykjanesbæjar, opnuð kynning á Poppminjasafni Íslands. Þar verða munir, myndir og skjöl úr eigu safnsins sýnd auk þess sem safnskráin verður til sýnis.Í tengslum við opnunina verður stutt dagskrá þann 24. sem hefst klukkan 20:00 í bókasafninu. Allir velkomnir. Salurinn verður opinn á sama tíma og bókasafnið og verður sýningin þar út árið.
Byggðasafn Suðurnesja og Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, Keflavík, Reykjanesbæ.
Byggðasafn Suðurnesja og Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, Keflavík, Reykjanesbæ.