Poppguðsþjónusta í Njarðvík
Menningardagar í Njarðvíkurprestakalli hafa staðið yfir frá 31. október og þátttaka verið mjög góð. Dagskránni lýkur með Popp-guðsþjónustu sunnudaginn 14. nóvember kl. 14 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þar munu nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika á hljóðfæri hin ýmsu lög og allir eiga að geta sungið með. Stjórnandi er Stefán H. Kristinsson. Allir velkomnir.