Poppað partý á Ásbrú
Það var vetrarlegt um að litast í Top of the Rock á Ásbrú í nótt. Það má eiginlega segja að það hafi verið stórhríð innandyra þegar föngulegar stúlkur settu blásarana í gang og létu poppkorni snjóa yfir partýgesti.
Í gær fór fram örugglega fyrsta og eina poppkornsdiskótekið á Íslandi þar sem 2400 lítrum af poppkorni (um 1100 pokum af Stjörnupoppi) var látið snjóa yfir ballgesti.
Það var Stjörnupopp sem bauð upp á poppkornið sem fólk gat síðan skolað niður með Corona bjór.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í popppartýinu.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson