Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pönk­sveit­in Æla: Frá bjór­kassa í breið­skífu
Fimmtudagur 24. ágúst 2006 kl. 13:35

Pönk­sveit­in Æla: Frá bjór­kassa í breið­skífu

Hljóm­sveit­in Æla hef­ur vak­ið tölu­verða at­hygli upp á síðkast­ið og einn­ar næt­ur gam­an fyr­ir kassa af bjór er nú orð­ið að einni vin­sæl­ustu pönk­sveit lands­ins í dag. Ný­lega gaf hljóm­sveit­in frá sér sína fyrstu plötu sem ber heit­ið „Sýn­ið til­lits­semi, ég er frá­vik."

Hall­björn Val­geir Rún­ars­son sér um söng og gít­ar­leik hjá Ælu og kem­ur jafn­an prúð­bú­inn fram á svið en læt­ur öll­um ill­um lát­um. Jafn­an tek­ur hann „æði" eins og Rún­ar Júl­í­us­son kall­ar það og heill­ar áheyr­end­ur með líf­legri fram­komu sem felst m.a. í því að standa upp á stól og spila. Haf­þór Skúla­son leik­ur á tromm­ur, Sveinn Helgi Hall­dórs­son er á bassa og Ævar Pét­urs­son leik­ur á gít­ar.

 

Ætl­uð­um að hneyksla

 

Æla hóf göngu sína árið 2002 þeg­ar nokkr­ir val­in­kunn­ir menn voru fengn­ir til þess að spila fyr­ir dansi í hléi á sjó­manna­balli í Sand­gerði. „Við ákváð­um að skíra hljóm­sveit­ina Æla og ætl­uð­um að spila ís­lenskt pönk. Ein af stærstu ástæð­un­um fyr­ir því að við vor­um til í dæm­ið var að við feng­um að laun­um kassa af bjór," sagði Hall­björn sem er kall­að­ur Halli Valli. „Mark­mið­ið með nafn­inu og tón­list­inni var að hrista upp í fólk­inu og hneyksla von­andi sem flesta. Raun­in varð önn­ur og Æla spil­aði aft­ur á tón­leik­um stuttu seinna. Þá voru sömu með­lim­ir að frá­töld­um Haf­þóri en Odd­ur Ingi barði á skinn þá. Odd­ur flutti í höf­uð­borg­ina og þá héld­um við að partý­ið væri búið. Löng­un­in var þó svo sterk að brátt var feng­inn til liðs Ingi Þór og hann tromm­aði í dá­góða stund, þá var m.a. tek­in upp split-live@Lubbi Peace, plata með hljóm­sveit­inni Tokyo Megap­lex. Hljóm­sveit­in Æla hef­ur ver­ið starf­andi í þeirri mynd sem hún er í dag frá ár­inu 2003 með Haf­þór á tromm­um. Í upp­hafi átti Æla bara að vera gott partý en nú er kom­in út breið­skífa sem ber heit­ið „Sýn­ið til­lits­semi, ég er frá­vik," sagði Hall­björn sem er Sand­gerð­ing­ur að upp­lagi en aðr­ir hljóm­sveit­ar­með­lim­ir koma frá Reykja­nes­bæ.

 

Óform­leg­ir út­gáfu­tón­leik­ar

 

Sala á fyrstu breið­skífu Ælu hef­ur geng­ið von­um fram­ar og er fyrsta upp­lag plöt­unn­ar búið á lag­er. „Það eru ekki komn­ar nein­ar sölu­töl­ur enn­þá en okk­ur finnst sal­an fín mið­að við að rétt tveir mán­uð­ir eru síð­an plat­an kom út," sagði Halli Valli. Æla hélt óform­lega út­gáfu­tón­leika á Paddy´s í Reykja­nes­bæ fyr­ir skemmstu þar sem hljóm­sveit­irn­ar Koja og Lok­brá hit­uðu upp. „Það mynd­að­ist ríf­andi stemmn­ing og ég held að það sé nokk­uð ljóst að þetta eru líf­leg­ustu og skemmti­leg­ustu tón­leik­arn­ir sem við höf­um spil­að á. Helm­ing­ur­inn af saln­um end­aði uppi á sviði með okk­ur," sagði Halli Valli og gleym­ir þá að nefna að marg­ir hverj­ir karl­menn­irn­ir þurftu að fletta klæð­um sök­um hita en troð­fullt var út úr dyr­um á tón­leik­un­um. „Einnig hef­ur alltaf ver­ið góð stemmn­ing þeg­ar við spil­um á Iceland Airwa­ves á Grand Rokk," sagði Halli Valli en Æla verð­ur einnig á Iceland Ariwa­ves í ár.

 

Nóg um að vera framund­an

 

Æla treð­ur upp í Rockville á Mið­nes­heiði á Ljósa­nótt í Reykja­nes­bæ og þá er hljóm­sveit­in einnig þétt bók­uð eft­ir það. Dag­ana 14. og 15. sept­em­ber kem­ur Æla fram á Reykja­nes Rokk­ar en op­in­ber­ir úgáfu­tón­leik­ar sveit­ar­inn­ar verða í Þjóð­leik­hús­kjall­ar­an­um föstu­dag­inn 25. ágúst. „Við ætl­um einnig að reyna að heim­sækja sem flesta fram­halds­skóla í vet­ur og kynna efn­ið okk­ar. Æla er byrj­uð á nýju efni og það verð­ur gam­an að leika það fyr­ir nýj­um áheyr­end­um," sagði Halli Valli og það er ljóst að hann hef­ur gam­an af því sem hann er að gera með Ælu. „Það er alltaf jafn gam­an hjá okk­ur, ef við erum að skemmta okk­ur þá er til­gang­in­um náð, það er bara bón­us ef aðr­ir geta skemmt sér með okk­ur," sagði Halli Valli sem seg­ir að flest­ir fatti nú nafn­ið á hljóm­sveit­inni þó amma hans hafi sett upp skrýt­inn svip þeg­ar hann kynnti breið­skíf­una „Sýn­ið til­lits­semi, ég er frá­vik" fyr­ir henni.

Æla er ekki á neinni reiki­stefnu, mark­mið­ið eru skýr og það er stutt í húmor­inn hjá hljóm­sveit­inni sem mun ekki að­laga ís­lenska nafn­ið á band­inu að þörf­um þeirra sem kunna ekki ís­lensku. „Mark­mið­ið er að bók­staf­ur­inn Æ verði á öll­um lykla­borð­um í heim­in­um eft­ir ár," sagði Halli Valli að lok­um.

 

Breið­skífa Ælu fæst nú í vel flest­um hljóm­fangs­versl­un­um en einnig er hægt að fylgj­ast með hljóm­sveit­inni á www.myspace.com/aela­space

 

VF-mynd/ Gúndi

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024