Pönk á Paddy´s
Aftan Rokk festival verður haldið á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, á Paddy´s við Hafnargötu í Keflavík. Þó er einnig hægt að kalla þetta pönk festival þar sem hljómsveitirnar Killer Bunny, Mextrakt og Sex Division troða upp. Tónleikarnir hefjast um kl. 21 og er frítt inn.
Þess má geta að hljómsveitin Sex Division hefur verið að gera það gott undanfarið á tónlistarvefnum www.rokk.is en hana skipa vaskir sveinar af Suðurnesjum. „Gestir mega eiga von á góðri stemmningu, góðu pönki og góðri ádeilu ásamt óvæntum glaðningi annað kvöld. Við tökum efni af nýja disknum okkar sem heitir „Lengi lifi lýðveldið“ sem kemur út von bráðar og er gefinn út af hljómsveitinni sjálfri,“ sagði Hlynur Þór Valsson söngvari Sex Division í samtali við Víkurfréttir.
VF-mynd/ Jón Björn
Þess má geta að hljómsveitin Sex Division hefur verið að gera það gott undanfarið á tónlistarvefnum www.rokk.is en hana skipa vaskir sveinar af Suðurnesjum. „Gestir mega eiga von á góðri stemmningu, góðu pönki og góðri ádeilu ásamt óvæntum glaðningi annað kvöld. Við tökum efni af nýja disknum okkar sem heitir „Lengi lifi lýðveldið“ sem kemur út von bráðar og er gefinn út af hljómsveitinni sjálfri,“ sagði Hlynur Þór Valsson söngvari Sex Division í samtali við Víkurfréttir.
VF-mynd/ Jón Björn