Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ haldin 9. nóvember
Undirbúningur er farinn vel af stað og vinnur hópur sjálfboðaliða að hugmyndavinnu, undirbúningi og framkvæmd. Enn er pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða.
Áhersla ársins í ár eru persónulegar sögur og vinátta. Sem dæmi geta sjálfboðaliðar komið að því að gera mat fyrir pólskan götumarkað og/eða tekið þátt í listsýningu með því að deila sinni persónulegu sögu .
Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur, verkefnastjóra fjölmenningamála, s. 421 6700, [email protected] eða Katarzyna Calicki, sem vinnur að hátíðinni í samstarfi við Reykjanesbæ, [email protected].