Pólland í máli, mat og myndum
Laugardaginn 12. apríl kl. 11.00 heldur Fjölmenningarnefnd Reykjanesbæjar kynningu á pólskri menningu í máli, mat og myndum í sal Heiðarskóla.
Er það hópur pólskra íbúa Reykjanesbæjar sem hafa tekið að sér að sjá um kynninguna og hefur verslunin Jumbo, Iðavöllum veitt góðann styrk. Þetta er sjötta kynningin á vegum Fjölmenningarnefndar Reykjanesbæjar og önnur kynning á tilteknu landi. Á síðasta ári var haldin kynning á Indlandi í máli, mat og myndum sem var vel sótt af íbúum af öllum aldri og vakti mikla hrifningu. Fjölmenningarefnd Reykjanesbæjar heldur einnig reglulega kynningar á íslenskri menningu og siðum fyrir erlenda íbúa bæjarins.
Pólland hefur vakið athygli fyrir fallegt land, ríka menningu og spennandi matarhefð.
Gert er ráð fyrir að dagskráin standi frá kl. 11.00-13.00 og eru allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Enginn aðgangseyrir og veitingar fríar.