Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pólfari heimsækir björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum
Mánudagur 4. febrúar 2013 kl. 15:13

Pólfari heimsækir björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum

Kvennasveitin Dagbjörg í Reykjanesbæ fær góða heimsókn í kvöld þegar Suðurpólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir mun heimsækja sveitina og segja frá afreki sínu en hún varð fyrst Íslendinga til að ganga einsömul á Suðurpólinn og náði áfanganum nú um miðjan janúar eftir 60 daga þrekraun.

Í kvöld mun hún sýna myndir úr ferðalaginu og segja frá lífsreynslunni. Félagar í kvennasveitinni eru hvattir til að fjölmenna á fyrirlesturinn sem hefst stundvíslega kl. 20:00 í aðstöðu sveitarinnar við Holtsgötu í Njarðvík.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024