Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pólarhraðlestin í Andrews
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. desember 2022 kl. 06:02

Pólarhraðlestin í Andrews

Hátíðarsýning DansKompaní var sett upp í Andrews Theatre laugardaginn 3. desember. Sýningin í ár var byggð á jólaævintýrinu um Pólarhraðlestina og voru dansarar frá fjögurra ára og upp úr sem tóku þátt í sýningunni. 

„Mikil tilhlökkun hefur verið meðal nemenda og kennara skólans fyrir sýningunni en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn heldur hátíðarsýningu á þessari stærðargráðu í desember. Á sýningunni mátti sjá hina ýmsu dansstíla sem kenndir eru við skóltann eins og t.d. djassballett, klassískan ballett, street dance, commercial, nútímadans, söngleikjadans ásamt leiklist,“ sagði Helga Á. Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompanís. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Ketilsson mætti með myndavélina og smellti þessum myndum sem eru hér í myndasafni með fréttinni.

Jólasýning Danskompanís 2022