Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Plokkað á Suðurnesjum í dag
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 10:14

Plokkað á Suðurnesjum í dag

Stóri Plokkdagurinn verður haldin 24. apríl og er sannarlega orðin einn af vorboðunum á Suðurnesjum.

Plokkað er í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum og má sjá upplýsingar um hvert bæjarfélagið hér að neðan.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Allir geta plokkað, hvort sem þeir fara um einir eða í göngu með vinum eða fjölskyldu,“ segir á heimasíðu Reykjanesbæjar.

„Munum bara að þvo hendur þegar heim er komið og sinna persónulegum sóttvörnum samhliða plokkinu. Við viljum hvetja alla íbúa til þess að taka þátt, hvort sem það verða 10 plokk eða heill ruslapoki, allt skiptir máli. Munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar. Nánari upplýsingar er að finna á www.plokk.is“

Reykjanesbær - söfnunarstaðir (sjá kort hér fyrir neðan). 

  • Við vatnstankinn ofan við Eyjabyggð.
  • Við hundagerðið í Njarðvíkurskógum.
  • Við fuglastoppið á Fitjum.
  • Við vatnstankinn hjá húsi 1217 - Ásbrú.
  • Við hólinn í Innri Njarðvík.

Upplýsingar um plokkið í Suðurnesjabæ

Upplýsingar um plokkið í Vogum á Vatnsleysluströnd

Plokkað í Grindavík

Á laugardagsmorgni var varað við lakari loftgæðum á einum mæli á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Lerkidal í Innri Njarðvík. Sjá nánar á loftgaedi.is