Plokkað í Reykjanesbæ á laugardag
Stóri plokkdagurinn í Reykjanesbsæ fer fram laugardaginn 25. apríl. Reykjanesbær og Blái herinn hafa tekið höndum saman og sett markmiðið á að vel takist til með að hreinsa bæjarfélagið, segir á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Til að auðvelda skipulagningu dagsins hafa starfsmenn Umhverfissviðs og Blái Herinn skipt Reykjanesbæ upp í fjögur svæði og er tilgangur með skiptingunni er að á þessum svæðum eru tilgreind söfnunarsvæði. Íbúum er auðvitað velkomið að flakka á milli svæða.
Söfnunarstaðir í Reykjanesbæ eru eftirfarandi:
- Blár (Keflavík/Njarðvík) = Fyrir framan Reykjaneshöll
- Gulur (Innri Njarðvík) = Akurskóli
- Fjólublár (Ásbrú) = Leikskólinn Völlur
- Hafnir - Félagsheimilið
Við hvetjum íbúa og starfsmenn Reykjanesbæjar til að taka þátt í STÓRA PLOKKDEGINUM og jafnvel taka vikuna í þetta enda hjálpar það eflaust til við að virða tveggja metra regluna og um leið má koma í veg fyrir hópamyndun.
Plokk á Íslandi bendir á nokkur góð heilræði fyrir helgina:
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Hafa hanska, plokkur og ruslapoka við höndina meðan á plokki stendur
- Klæða sig eftir aðstæðum
- Virðum tveggja metra regluna
Blái herinn mun dreifa sekkjum á söfnunarstaði þar sem plokkarar geta komið frá sér ruslinu sem plokkað er. Starfsmenn Reykjanesbæjar og Blái herinn munu svo tæma og fjarlægja sekkina þegar átakið er búið.