Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pizzaofn og útigrill á Pakkhúsreitnum
Miðvikudagur 5. ágúst 2020 kl. 15:03

Pizzaofn og útigrill á Pakkhúsreitnum

Fjöllistahópurinn Hughrif í bæ hefur farið mikinn í Reykjanesbæ í sumar eins og VF hefur greint vel frá. Nýlega kláraði hólpurinn að setja upp pizzaofn og útigrill á Pakkhús reitnum bakvið Fishershúsið.

„Við hvetjum bæjarbúa til þess að nýta sér þetta. Svæðið er afar líflegt og því tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að fara þangað og gera sér glaðan dag. Það þarf að fylla Pizzaofninn vel af kolum, tvo poka eða meira, svo hann hitni vel. Kolin má setja í hrúgu innst í ofninn en ekki ofan á sjálfan pizzasteininn. Komið síðan með tilbúnar pizzur eða tilbúið deig og útbúið þær á staðnum,“ segir í tilkynningu frá hópnum á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024