Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pítsuveisla í Njarðvík í boði Umferðarstofu
Laugardagur 14. janúar 2012 kl. 12:41

Pítsuveisla í Njarðvík í boði Umferðarstofu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir jól stóð Umferðarstofa fyrir Jóladagatali grunnskólanna á vefsíðunni www.umferd.is. Dagatalið, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi fyrir börnin, inniheldur 24 spurningar sem allar snúa með einum eða öðrum hætti að umferðinni.

Umferðarstofa dró út heppna vinningshafa á hverjum degi en þeir fengu senda boðsmiða í bíó. Með því að merkja svör sín með nafni skóla og bekkjar gátu þátttakendur einnig komist í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Í lok desember var síðan vinningsbekkurinn dreginn út.

Að þessu sinni fór aðalvinningurinn til Njarðvíkurskóla en það var Valur Axel Axelsson, í 1. SH, sem tók þátt í dagatalinu og skráði bekkinn sinn í verðlaunapottinn. Í gær heimsótti Umferðarstofa krakkana í 1. SH og færði þeim pítsur og DVD mynd. Það var óneitanlega mikill spenningur í loftinu þegar starfsmenn Umferðarstofu bar að garði enda ekki á hverjum degi sem slegið er til veislu á hefðbundnum skóladegi. Umferðarstofa óskar öllum þátttakendum öryggis og gæfu í umferðinni.

MYND: Á meðfylgjandi mynd má sjá Val Axel Axelsson í hópi bekkjarsystkina sinna í 1. SH í Njarðvíkurskóla en við hlið hans stendur Þóra Magnea Magnúsdóttir verkefnastjóri fræðslumála hjá Umferðarstofu.