Píanótónleikar í Duushúsum
Hinn landskunni píanóleikari Jón Sigurðsson heldur píanótónleika í Duushúsum sunnudaginn 1. nóvember.
Jón hefur lokið meistaraprófi í píanóleik frá Arizona State University í Bandaríkjunum, burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og meðleikarnámi frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Tónleikarnir eru klukkustundar langir og hefjast kl. 15.00.
Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Bach, Mozart og Scriabin.
Aðgangur ókeypis.