Peyjarnir í Víkurslætti bjóða garðslátt
Peyjarnir Jóel Guðmundsson (t.v.) og Viktor Örn Vilmundsson í Reykjanesbæ hafa í sumar boðið upp á sláttuþjónustu í bæjarfélaginu. Þeir nefndu „fyrirtækið“ Víkurslátt og hafa verið á hlaupum með með sláttuvélarnar á milli garða í bænum.
Strákarnir fá aðstoð hjá foreldrum með að komast á milli staða og gjaldið fyrir þjónustuna er hagstætt.
„Þetta hefur gengið vel og við erum ánægðir með hve margir hafa viljað fá okkur í slátt,“ sögðu þeir Viktor Örn og Jóel.
Hægt er að nálgast þá félaga á Facebook..