Pétur Jóhann grínari í Sandgerðisbúninginn
Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis verður haldið í Samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 20. mars nk. Meðal gesta verður hinn landskunni grínari, Pétur Jóhann Sigfússon en hann mun fara í Reynisbúninginn þetta kvöld. Hefur jafnvel heyrst að félagið sé í viðræðum við hann um að hefja æfingar með meistaraflokki, ekki síst vegna tengingar unnustu hans til Sandgerðis sem mun hafa hvatt hans til þess að hefja knattspyrnuæfingar.
Þetta er ein mikilvægasta fjáröflun knattspyrnudeildarinnar og því eru allir herramenn hvattir til að mæta og njóta góðs félagsskapar, segir í tilkynningu frá Reynismönnum.
Í boði er:
-Fordrykkur
-Hið margrómaða sjávarréttahlaðborð verður á sínum stað
-Ræðumaður kvöldsins er Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur Útskálaprestakalls
-Hið íðilfagra stúlknatríó Konfekt tekur nokkur vel valin lög
-Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon mætir í öllu sínu veldi
-Uppboð á treyjum
-Stórglæsilegt Happdrætti, fjöldi glæsilegra vinninga
Reynismenn, stöndum nú saman og fjölmennum á þetta glæsilega kvöld!
Miðapantanir hjá Sissa í síma 863-1795 og Gumma í síma 899-9580. Miðaverð 5.000 krónur.