Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Persónulegur og einlægur
Föstudagur 7. október 2005 kl. 11:44

Persónulegur og einlægur

Útgáfutónleikar Matta Óla fóru fram í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Tabula Rasa, sem samanstendur af þeim Finnbirni Benónýssyni og Fríðu Dís Guðmundsdóttur, hitaði upp fyrir Matta Óla en Finnbjörn og Fríða vöktu nokkra athygli og þóttu standa sig með miklum ágætum.

Matti Óla hóf útgáfutónleikana einn síns liðs vopnaður klassíska gítarnum sínum en smátt og smátt týndust spilafélagar hans upp á svið með honum. Matti var duglegur að spjalla við salinn á milli laga og var persónulegur og einlægur í samtölum sínum. Meðal annars fengu tónleikagestir að vita að það versta sem getur komið fyrir karlmann sé að gleyma afmælisdegi konu sinnar. Að þeim fróðleiksmola loknum fékk salurinn að heyra afsökunarbeiðni Matta til konu sinnar.

Matti lék lög af nýútkominni geislaplötu sinni „Nakinn“ ásamt nýjum lögum sem hann hefur verið að semja að undanförnu. Umgjörðin í kringum tónleikana var eins og best verður á kosið og áheyrendur klöppuðu Matta ákaft lof í lófa þegar hann hafði lokið tónleiknum.

Myndasafn frá tónleikunum er væntanlegt hér inn á vf.is.

VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]






 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024