Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pennasala Krabbameinsfélagsins fyrstu helgina í september
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 09:30

Pennasala Krabbameinsfélagsins fyrstu helgina í september

Dagana 2.-5. september verða seldir vandaðir pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands, en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands en það eru svæðisbundin krabbameinsfélög og stuðningshópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein.

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu félaganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og forvarna. Hefur það gefið mjög góða raun og fleiri félög hafa hug á að fara út á þessa braut. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra og hefur það haft ómetanlega þýðingu. Pennasölunni er ætlað að styðja við þessa starfsþætti.

Krabbameinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að efla baráttuna gegn krabbameini.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024