Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Páskaungar klekjast út í Garðinum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 24. mars 2020 kl. 10:39

Páskaungar klekjast út í Garðinum

Fjölmargir páskaungar eru komnir í heiminn í Garðinum, nánar tiltekið í Gerðaskóla. Á Fésbókarsíðu skólans segir að Í námsveri skólans séu egg í útungunarvél sem hafa verið að klekjast út. Tuttugu og þrjú egg frá fjórum mismunandi tegundum af hænsnfuglum; landnámshænum, silkihænum, brahamshænum og Ester egger hænum voru sett í útungunarvél. Sjá má fjörið í myndskeiðum á Fésbókarsíðu skólans.

„Hugmyndin var að nemendur gætu kíkt í námsverið og fengið fræðslu um hænsn og útungun og þegar ungarnir væru komnir gætu þeir fengið að skoða þá. Þar sem aðstæður eru breyttar vonumst við til að geta tekið ferlið upp og sýnt nemendum,“ segir á síðu skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má á myndskeiðum hefur verið fylgst með útunguninni, ungar streyma nú út úr eggjunum. Þeir eru fljótir að hressast og fara fljótt að borða. Þeir hafa fengið nöfn og sá fyrsti sem kom í heiminn fékk nafnið Jakob.