Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Páskaspjall: Við systkinin förum í ratleik
Laugardagur 7. apríl 2012 kl. 18:59

Páskaspjall: Við systkinin förum í ratleik



Sigríður Guðbrandsdóttir er í 10. Bekk í Holtaskóla og fer í skemmtilegan ratleik með systkinum sínum til að finna eggin á sínu heimili.

Hvernig á að verja páskunum?

Við fáum gesti í mataboð, verð eitthvað að vinna, hitti vinkonur minar og kærastann minn og fer kannski með fjölskyldunni í bíó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
Ég fæ tvö.

Á að ferðast innanlands eða utan?
Nei ekki þetta árið.

Hvernig páskaegg færðu þér?
Nóa Síríus

Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar?
Nei engar sérstakar hefðir, grillum bara eitthvað gott.

Eru páskaeggin falin á þinu heimili?
Já við systkinin förum í ratleik til þess að finna páskaeggin.