Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Páskaspjall: Spái náttfatapáskum heimavið
Sunnudagur 8. apríl 2012 kl. 16:48

Páskaspjall: Spái náttfatapáskum heimavið

Jón Björn Ólafsson ritstjóri á karfan.is svaraði páskaspurningum Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Hvernig á að verja páskunum?
Við litla fjölskyldan verðum bara heima og höfum það notalegt. Eflaust verður farið út um hvippinn og hvappinn í visitasíur en ég spái náttfatapáskum heimavið með von á stöku súkkulaðiskúr.

- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
Ég gef þau nokkur og dreg mögulega upp veskið fyrir sjálfan mig.

- Á að ferðast innanlands eða utan?
Enginn ferðahugur í okkur, bara heimavið.

- Hvernig páskaegg færðu þér?
Stórt en ekki svo stórt að ég þurfi að strengja einhver líkamsræktarheit eftir hátíðina. Ef þú ert að spyrja um framleiðanda þá bara hef ég ekkert spáð í því og hef aldrei gert... þetta er allt súkkulaði fyrir mér.

- Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar?
Lamb, hryggur eða læri nema hvoru tveggja sé.

- Eru páskaeggin falin á þínu heimili?
Já það hefur verið gert frá ómunatíð og ég ætla að viðhalda þeirri venju fyrir mín börn.