Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Páskaspjall: „Segðu fátt en segðu það vel“
Sunnudagur 8. apríl 2012 kl. 16:46

Páskaspjall: „Segðu fátt en segðu það vel“

Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum svaraði nokkrum páskaspurningum Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Hvernig á að verja páskunum?
Páskunum verður varið í rólegheitum hér heima. Ég stefni á að fara í eina göngu með gönguhóp sem ég hef aðeins verið að ganga með. Stefnan er tekin á Búrfellið. Það er ótrúlega gott að fá páskafrí og geta slakað á í nokkra daga eftir annansaman vetur án þess að vera með mikla dagskrá.

- Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar?
Við höfum alltaf farið í mat til minna fyrrverandi tengdaforeldra á páskadag. Þrátt fyrir ég hafi skilið fyrir þrem árum hefur það ekki breyst en samband mitt við þau er með eindæmum gott. Þar er alltaf kalkúnn í matinn sem er eldaður af einstakri natni og miklar spekúleringar í kringum fyllinguna og annað meðlæti. Algjört lostæti.

- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
Ég gef bara krökkunum mínum páskaegg og hefur verið venjan að fela þau. Alltaf gaman að láta þau leita og núna finnst þeim það vera hluti af því að fá eggið. Ég fæ líklegast tvo egg, eitt frá mínum fyrrverandi tengdaforeldrum og svo eitt frá vinnunni. Þessi egg eru, held ég, alltaf frá Nóa og Síríus.

Eitt það skemmtilegasta við páskaeggin eru náttúrulega málhættirnir. Ég fékk á einni ráðstefnunni um daginn svona smáegg og fékk ég málsháttinn „segðu fátt en segðu það vel“. Fínn málsháttur sem vert er að lifa eftir.