Páskaspjall: Fæ kannski páskaegg í afmælisgjöf
Inga Sigrún Atladóttir bæjarfulltrúi í Vogum á allt eins von á því að hún fái páskaegg í afmælisgjöf en hún á afmæli á páskadag.
- Hvernig á að verja páskunum?
Ég verð bara heima í faðmi fjölskyldunnar og nýt þess að vera í fríi.
- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
Ég held að ég fái ekkert páskaegg, ég á að vísu afmæli á páskadag þannig að það gæti verið að einhver gæfi mér páskaegg í afmælisgjöf :)
- Á að ferðast innanlands eða utan?
Við í fjölskyldunni erum búin að skipuleggja gönguferðir um Reykjanesið um páskana, þannig að við munum ferðast um heimaslóðirnar
- Hvernig pákskaegg færðu þér?
Ég fæ ekkert pásaegg - en mér lýst best á karmellueggin frá Nóa-sirius
- Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar?
Við höfum alltaf kalkún á stórhátíðum á mínu heimili, kalkúnninn er eldaður sérstaklega á ameríska vísu. Um þessa páska eru við að brjóta þessa hefð og ætlum að hafa ekta páskalamb.
- Eru páskaeggin falin á þínu heimili?
Alltaf páskaeggjaleit á mínu heimili á páskadagsmorgun.