Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Páskarnir hjá ungmennum á Suðurnesjum
Fimmtudagur 13. apríl 2017 kl. 06:00

Páskarnir hjá ungmennum á Suðurnesjum

Fannar Ingi Arnbjörnsson:
„Ég er að vinna eins mikið og ég get og síðan fer ég í vélsleðaferð á Langjökul á fimmtudaginn og verð þar í nokkra daga. Hefðin hjá mér um páskana er bara að gera eitthvað skemmtilegt.“

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

 

Kolfinna Björk Bombardier:
„Ég verð heima að jafna mig eftir kjálkaaðgerð. Mjög ómerkilegir páskar hér á bæ. Við földum alltaf páskaeggin þegar ég var krakki. Hafdís, dóttir mín, fær ekki páskaegg þetta árið. „Vonda mamman" vill ekki gefa henni sælgæti.“

 

Sigrún Björk Sigurðardóttir:
„Ég er að fara með fjölskyldunni minni upp í bústað og við verðum þar alla páskana. Við förum oftast bara upp í bústað yfir páskana og svo eru páskaeggin falin og krakkarnir leita að þeim. Við borðum svo saman páskabröns og borðum páskaeggin saman.“

 

Sævar Ingi Þórhallsson:
„Ég er að fara með kærustunni minni til Ísafjarðar um páskana. Það eru engar sérstakar hefðir hjá mér um páskana, bara sú að geyma páskaeggið inni í ísskáp.“

 

 

 

Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen:
„Ég ætla að kíkja aðeins upp í sveit með kærastanum mínum og svo ætlum við í sumarbústað til pabba og fjölskyldu. Við borðum alltaf yfir okkur af súkkulaði á páskunum.“

 


Elín Pálsdóttir:

„Ég mun bara taka því rólega og njóta um páskana. Mamma skreytir húsið mjög mikið. Það er pínu vor fýlingur í því. Leitin að páskaegginu hefur dottið út sem hefð en var í miklu uppáhaldi þegar maður var yngri.“

 

Bjarmi Anes Eiðsson:
„Ég verð að vinna svolítið og svo ætla ég í bíó. Ég ætla líka að reyna að klára einhver verkefni fyrir skólann. Við erum aðeins með eina hefð á páskunum og það er að hafa ratleik. Þegar við finnum páskaeggin þá fáum við okkur venjulegan morgunmat og svo borðum við páskaeggin og höfum við alltaf lambalæri í kvöldmatinn.“

 

Petrína Bergmann:
„Ég verð bara að vinna og svoleiðis um páskana. Á páskadaginn felur mamma páskaeggin og við systir mín leitum að þeim í svona vísbendingaleik.“