Páskahéri í Heiðarskóla
Haraldur Einarsson skólastjóri Heiðarskóla í Reykjaensbæ mætti á kaffistofu starfsmanna síðasta kennsludag fyrir páska uppáklæddur sem páskahéri og bauð starfsmönnum páskaegg. Þetta vakti mikla kátínu á kaffistofunni. Nú eru nemendur og starfsfólk Heiðarskóla komin í páskafrí eins og í öðrum grunnskólum landsins.