Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Páskadagskrá í Bláa lóninu: gönguferð og vatnsleikfimi
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 14:27

Páskadagskrá í Bláa lóninu: gönguferð og vatnsleikfimi

Það verður margt skemmtilegt um að vera í Bláa lóninu yfir páskana. Á annan í páskum verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa lónsins. Lagt verður af stað frá bílastæði Bláa lónsins kl. 13.00 og er enginn þátttökukostnaður í gönguna. Á annan í páskum kl. 14.30 og 16.30 verður einnig boðið upp á vatnsleikfimi fyrir gesti Bláa lónsins.

Lava veitingastaðurinn mun bjóða upp á sérstakan páskamatseðil og börn fá að borða frítt af barnamatseðli. Spennandi tilboð verða í Blue Lagoon verslun. Um páskana verða einnig fáanleg ný fjölskyldukort í Bláa lónið sem hægt verður að kynna sér í afgreiðslu. Bláa lónið er opið alla daga frá kl. 10.00 – 20.00 og börn 11 ára og yngri fá frítt í fylgd forráðamanna. Nánari upplýsingar um páskadagskrána er að finna á www.bluelagoon.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024