Páskabingó Uglu og Samfylkingarinnar vel sótt
Ugla – Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum héldu páskabingó á þriðjudagskvöldið á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar við Bolafót í Reykjanesbæ. Um 70 manns á öllum aldri voru mættir þarna til að skemmta sér og freista gæfunnar. Tuttugu vinningar voru í boði, allt frá páskaeggjum og uppí lúxushótelgistingu í höfuðborginni.
Gaman var að sjá jafnt unga sem aldna skemmta sér konunglega í eina kvöldstund saman í sönnum anda jafnaðarstefnunnar.
Stjórn Uglu – ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum