Paradís sportkafara er á Suðurnesjum
Sportköfunarskóli Íslands er fimm ára í ár. Á þessum fimm árum hefur á annað hundrað manns verið kennd sport-köfun. Öll aðstaða til kennslunnar er sú besta á landinu og er Reykjanesskaginn algjör paradís hvað köfun og sjávarlíf varðar. Eftir nám í sportköfun gefst nemendum tækifæri á að kaupa sér útbúnaðinn sem það lærir í og ganga í Bláa herinn.Meðlimir Bláa hersins geta geymt græjurnar sínar í skólanum og tekið þátt í köfunarferðum og hreinsunarverkefnum sem Blái herinn er orðinn landsfrægur fyrir. Sú nýbreytni er á boðstólnum hjá okkur að hópar (4-6) geta komið í dagskynningu í köfun. Bóklegt, sundlaug og 1 köfun allt á einum degi og er þetta kjörið fyrir þá sem vilja kynnast köfun og upplifa. Í sumar verður 16 ára unglingum boðið til kynningar í gömlu sundhöllinni í Keflavík og verður það auglýst nánar síðar.
Byrjendanámskeiðið er um 50 klst. langt og tekur 2 vikur. Eftir það er hægt að komast á fjölmörg áframhaldandi námskeið og er mikil eftirspurn í þau. Um 150 erlendir sportkafarar hafa komið til Íslands í köfun á vegum skólans. Mikill vaxtabroddur er í þessum ferðum og spennandi ævintýrum tengdum þeim.
Byrjendanámskeiðið er um 50 klst. langt og tekur 2 vikur. Eftir það er hægt að komast á fjölmörg áframhaldandi námskeið og er mikil eftirspurn í þau. Um 150 erlendir sportkafarar hafa komið til Íslands í köfun á vegum skólans. Mikill vaxtabroddur er í þessum ferðum og spennandi ævintýrum tengdum þeim.