Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 25. nóvember 2002 kl. 14:09

Para- og vinakvöld Fjörheima á föstudag

Vina- og paraball Fjörheima 2002 verður haldið föstudagskvöldið 29. nóvember á N1 Bar. Húsið opnar opnar klukkan 20:15 og verður margt skemmtilegt á dagskrá. Vinir og par kvöldsins verða valin og skemmtiatriði verða í boði. Hljómsveitin Írafár mun leika fyrir dansi og er miðaverð er 1000 kr.

Mánudagskvöldið 18. nóvember var haldið ,,Sturtukvöld í Djúpulaugarstíl'' en þetta kvöld var haldið í tengslum við Fjörleikinn fræga. Þar sem unglingarnir koma með hugmyndir að sínum eigin kvöldum og fá að framkvæma þær undir handleiðslu starfsmanna og fá stig fyrir að taka þátt. 121 unglingur mætti mættu á kvöldið þar af 6 unglingar sem eru á 1. ári í Fjölbraut . Fjörliðið ,, Þrír fyndnir'' sá um skipulagningu á kvöldinu. Liðið er skipað þeim Sigurði B Teitssyni, Ásmundi R Ólafssyni og Alexander Má Sigurgeirssyni nemendum í 8. bekk í Myllubakkaskóla

Þriðjudagskvöldið 19.nóvember var haldið ,,Hallæriskvöld'' í Fjörheimum. Fjörliðið ,,Gluteus Maximus'' sem er skipað þeim Helgu Dagný Sigurjónsdóttur, Lilju Björk Atladóttur og Vigdísi Eygló Einarsdóttur nemendum í 9.bekk Heiðarskóla.
Markmiðið með kvöldinu var að koma í sem hallærislegustum fatnaði og nokkur kostur var. Einnig var hægt að fá að syngja nokkur hallærislög í karaoke. Kvöldið var ákaflega vel heppnað og mikil stemmning myndaðist. 94 unglingar mættu þetta kvöld.

Fjörstöðin Fm 99,4 er búin að vera starfandi síðustu daga og verður til 28. nóvember. Fjölbreytt dagskrá er búin að vera í gangi hjá unglingunum s.s. viðtal við rokkkónginn Rúnar Júlíusson, sjónvarpsmann ársins hann Sveppa á Popp tíví og fræðsla frá unglingaráði fjörheima um listarstol og fleira. Að auki er búið að vera mikið um símagetraunir og vilja unglingarnir koma sérstökum þökkum til allra fyrirtækja sem styrktu Fjörstöðina Fm 99,4.

Fréttir frá Fjörheimum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024